top of page

SVÖR VIÐ ÝMSUM SPURNINGUM

MEGA BÖRNIN VERA MEÐ SÍMA EÐA SNJALLTÆKI?

Ekki er leyfilegt að taka með síma, tölvuleiki, ipod eða önnur raftæki. Ef þörf krefur geta foreldrar haft samband í símatíma milli kl. 11:00 og 12:00 í síma 895-0587. Einnig fá börn að hringja heim ef nauðsynlegt er.

ER TEKIN ÁBYRGÐ Á FATNAÐI BARNANNA?

Ekki er tekin ábyrgð á fatnaði barnanna eða öðrum búnaði. Vinsamlegast merkið VEL allan farangur barnsins. Óskilamunir verða sendir í Hvítasunnukirkjuna Fíladelfíu, Hátúni 2, s. 535 4700.

HVAÐA MENNTUN, REYNSLU OG ÞJÁLFUN HEFUR STARFSFÓLK VINABÚÐA?

Í Vinabúðum starfar fjölbreyttur hópur fólks með mikla reynslu af starfi með börnum og auk þess menntun og þjálfun í kennslu, öryggismálum og heilbrigðisþjónustu.

HVAÐ EF BARNIÐ MITT ER MEÐ OFNÆMI EÐA ÞARF AÐ TAKA LYF?

Við skráningu barna þurfa að koma skýrt fram upplýsingar um heilsufar svo sem ofnæmi og lyfjanotkun barnsins. Lyf skal afhenda við komu barns, starfsmenn sjá um lyfjagjöf og utanumhald lyfjagjafar. Boðið er uppá símatíma umsjónaraðila milli klukkan 11:00-12:00 í síma 895-0587.

Algengar spurningar: FAQ
bottom of page